Flokkur: Uncategorized
-
Váfuglinn: Nú á iTunes!
Það gleður okkur að tilkynna að Váfuglinn er nú auðfundinn á iTunes. Mjög þægilegt og fínt. Þú færð meira að segja að vita af öllum nýjum þáttum. Fljúgðu nú bara yfir í podcast appið á símanum þínum, eða í iTunes á tölvunni þinni og smelltu á SUBSCRIBE takkann! Þú gerir fátt merkilegra í þessari viku.
-

Váfuglinn Vol. 3
Váfuglinn hefur sig til flugs á ný eftir stutt hlé. Haukfrán augu Váfuglsins beinast að öryggis- og hlífðarbúnaði barna, hátæknivæddum ávaxtasafa og geisladiskum. Afhverju hatar fólk geisladiska? Getur fólk gerst áskrifendur að sjálfsvirðingu? Kynntur er til leiks nýr liður þar sem eldhús bæjarins eru tekin föstum tökum og krufin til mergjar.
-

Váfuglinn Vol. 2 – Páska special
Váfuglinn beinir sjónum sínum að páskahátíðinni í þetta sinn og kemst meðal annars að því að páskarnir eru ekki hátíð ljóss og friðar (það eru víst jólin) og að á meðan við liggjum í sykurvímu eftir ómannlegt súkkulaðiát þá á sér stað mikil eymd á öðrum stöðum í heiminum. Váfuglinn fer síðan á eilítið hressari…
-

Váfuglinn Vol. 1
Fyrsti þáttur Váfuglsins hefur raungerst í formi hljóðbylgja og er það mikið fagnaðarefni. Hér ræða þeir Arnaldur og Stefán meðal annars góð áhrif traumatizing kvikmyndareynslu á æsku sína, muninn á vonda og góða Sjoppumanninum™ og upprúllaðan ost á veitingastöðum þar sem gestum er gert að ganga inn um rennihurðir.
