rss icon RSS Feed   apple podcasts icon Apple Podcasts  spotify icon Spotify   soundcloud icon Soundcloud   youtube icon YouTube


Íslensk æði

Neyslubrjálæði Íslendinga finnur sér reglulega farveg í skrítnum æðum sem ganga yfir land og þjóð. Váfuglinn skoðar hér eftirminnileg æði í íslensku samfélagi í gegnum tíðina.

Smelltu þér í fótanudd, stingdu upp í þig snuddu og komdu með Váfuglinum í ferðalag um undralönd íslenskra æða.

2020 Jólaspecial

Eins og hefðin býður þá er hátíðarstund í þessum jólaspecial Váfuglsins./p>

Enn á ný renna jól í garð og Váfuglinn tekur stöðuna. Við veltum fyrir okkur jólahefðum - hvað þarf til að skapa þær og hvernig þær eru rofnar.

Við veltum fyrir okkur hvernig jólahlutir vinna sér inn forskeytið "jóla-" og hvað er yfir höfuð jólalegt.

Að lokum skoðum við jólagjafir ársins í spennandi yfirferð sem enginn má missa af.

Íslenskir draumórar

Í þessum þætti lítur Váfuglinn nánar á draumóra sem blundað hafa meðal íslensku þjóðarinnar, og birtingarmynd þeirra í íslenskri poppmenningu. Um hvað dreymir Ísland á daginn? Heimsfrægð? Sæti í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna? Geimverur á Snæfellsnesi? Líklega allt þetta og fleira.

Fuglinn fær til sín góðan gest að þessu sinni, hann Ara Eldjárn! Hlustendur gætu kannast við Ara, en hann er heimsfrægur grínmaður og svo er hann líka mjög fróður um íslenska poppmenningu.

Fylgist með Ara og Váfuglunum yfirbjóða hvor aðra í gestalátum og vitleysisgangi!

Bílabingóið!

Váfuglinn tekur í þetta sinn til skoðunar hina einu sönnu ást Íslendinga - bíla.

Hrifning Íslendinga á bílum virðist hafa orðið strax við fyrstu kynni, jafnvel þó svo ekkert bensín hafi verið til á landinu til að keyra þá. Í þættinum lærum við um brautryðjendur á sviði ofsaaksturs eins og Snæra-Manga. Blessuð sé minning hans. Við endurnýjum kynnin við Thomsen-bíllinn og heyrum af nýjum heimildum sem benda til þess að Íslendingar hafi fundið upp bensín, einmitt til að keyra bíla.

Skelltu nýjum kertum í skrjóðinn og keyrðu þennan Váfugl í gang!

Íslenzk tízka

Að þessu sinni fjallar Váfuglinn um tískustraumana sem leikið hafa um Ísland undanfarna áratugi og hvernig þeir hafa mótað atferli okkar og stéttarvitund. Hvað er "peysa"? Hvernig vissi fólk hvað var nett fyrir tilkomu internetsins? Afhverju er svona algengt að prenta óskiljanlegar áletranir á boli?

Hyldu búk þinn og útlimi með rödd Váfuglsins og gakktu inn í nýjan tískumeðvitaðan heim.

Djammið vol.2

Váfuglinn lætur ekki sjúklegt ástand þjóðfélagsins stöðva sig og setur fram fallega hugvekju um skemmtanalíf Reykvíkinga í gegnum tíðina. Þátturinn er sjálfstætt framhald fyrri umföllunar Váfuglsins um "djammið" sem mæltist vel fyrir hjá hlustendum. Sæktu þér langþráðan djammskammt beint inn á sjúkrabeðið og lærðu um tónlistarflutning og skemmtilíf liðinna alda.