Leynist alltaf í huganum…

Flokkur: Uncategorized

  • 2017 Kosninga special

    2017 Kosninga special

    Váfuglinn tætir í sig íslensk stjórnmál í aðdraganda komandi kosninga í þessum upplýsandi, gagnsæja kosninga special. Þetta eru hin einu sönnu samræðustjórnmál. Í þættinum verða allir flokkarnir skoðaðir, menn og málefni gerð upp – til þess að ÞÚ þurfir þess ekki. Afhverju myndast Sigmundur Davíð svona illa? Viljum við ekki öll sjá Albaníu-Valda borða stolna…

  • Líkamshryllingur og skyrglíma?

    Líkamshryllingur og skyrglíma?

    Váfuglinn kemur saman að nýju og vinnur úr uppsafnaðri heift með því að rífa í sig þá pólitísku spillingu sem gegnsýrir landið – eins og skyr. Ríkisstjórnin féll aðeins klukkustund eftir þær afhjúpanir sem þátturinn ber á borð. Við skoðum hópeflistilraunir ónefnds tískurisa og veltum fyrir okkur líkamshryllingi á samfélagsmiðlum. Að lokum tekur Váfuglinn sér…

  • Migos og menning í Mathöllinni

    Migos og menning í Mathöllinni

    Váfuglinn flaug í Höllina á tónleika með rappsveitinni Migos og tók út stemminguna. Hefðu þeir kannski heldur átt að spila í Mat(ar)höllinni á Hlemmi? Í ekkert-svo-fasta liðnum „Það er pube í b0rgerinn minn“ var Mathöllin einmitt tekin fyrir miskunnar- og vægðarlaust. Váfuglinn rýndi líka í vandræðaganginn í kringum síkáta sjómannsvegginn en þar verða líklega allir…

  • Útihátíð á sterum

    Útihátíð á sterum

    Nú þegar 10. áratugurinn hefur verið vakinn til lífsins með tilheyrandi vandræðagangi og sveitaballarómantík reyna Arnaldur og Stefán að greina hvað fór úrskeiðis. Er áhrifavöldum um að kenna? Eða er áhrifafólk kannski bara leiksoppar í þessum ljóta leik? Váfuglinn miðar hátt og beinir sjóðandi kjarnaoddum í átt að steranotkun í heimi íþróttanna. Ekki einu sinni…

  • Krónískir meistaraverkir

    Krónískir meistaraverkir

    Eftir að hafa baðað sig í skólpi og dömubindum frá Degi borgarstjóra, gerir Váfuglinn upp nýafstaðna Young Thug tónleika, a.k.a. Kronik Live ásamt fleirri. Hugmyndafræðilegur ágreiningur skáta, femínista og fleiri verður tæklaður auk þess sem við brókum rauðhærðan, bólugrafinn skátaforingja. Síðast en ekki síst skoðum nýjasta framlag Joey Christ til rappsenunnar á Íslandi.

  • Byssubófar og bangerar feat. Arnar Freyr

    Byssubófar og bangerar feat. Arnar Freyr

    Arnar Freyr Frostason úr rapptvíeykinu Úlfur Úlfur er gestur Váfuglsins í þetta sinn. Við ræddum við hann um Kaupfélag Skagfirðinga, froðudiskó og rappvídjó. Þá var einnig uppruni Priksins reyfaður lauslega.

  • Sumarsólstöður á Hverfisgötu feat. Auður Ástráðsdóttir

    Sumarsólstöður á Hverfisgötu feat. Auður Ástráðsdóttir

    Solstice hátíðin er gerð upp þessa vikuna, tími til kominn. Auður Ástráðsdóttir kíkti í heimsókn (á eigið heimili) og ræddi meðal annars náttúruhippa að kúka í kross, Dag B að dúndra í sig rjóma í Hel og hryssingslegan sunnudag í Laugardalnum. Rækjusamlokan er á dagskránni og þar er nautið Gabríel aðallega rætt (RIP Gabríel, our…

  • Kristal Poppin’ feat. Júlía Hermannsdóttir

    Kristal Poppin’ feat. Júlía Hermannsdóttir

    Váfuglinn er ekki einn á ferð í þetta sinn – í hljóðverið mætti Júlía Hermannsdóttir og ræddi við okkur um kassettusölu sína í fangelsum landsins, mýtuna um krúttsenuna og hvernig algóriþmar hafa gert henni lífið leitt. Stefán reyndi að lesa Viðskiptablaðið með misjöfnum árangri. Pop a bottle!

  • Sumargrill og videoveisla hjá tannlækninum

    Sumargrill og videoveisla hjá tannlækninum

    Er eðlilegt að horfa á vídjó með tannlækninum sínum? Myndirðu borða gamla mæjónessamloku? Eftir nokkur skakkaföll, eins og springandi endajaxla og gjaldþrot ónefnds Váfugls eftir að hann reyndi að halda Shaggy tónleika í miðju góðæri, er hér kominn enn einn glóðvolgur og ilmandi Váfugl. Í þættinum er meðal annars rætt um hina þunnu línu á…

  • Grískt sumar á Skólavörðustíg

    Grískt sumar á Skólavörðustíg

    Gyros, Pizzur, Skólavörðustígur og NES Classic. Hvað eiga þessir hlutir sameiginlegt? Líklega fátt. Stefán ræðir um flóttamenn, ferðamál á Grikklandi og gyros. Staða pizzastaða á landinu er yfirfarin og Skólavörðustígurinn er krufinn til mergjar í nýjum föstum lið. Að lokum ræða Stefán og Arnaldur retro-nördisma og NES Classic.