Flokkur: Uncategorized
-

Djamm í kvöld
Það er djamm. Váfuglinn flýgur á djammið í Reykjavík og tekur út stemminguna á skemmtanalífi Íslendinga fyrr og nú. Hvernig leið sveitamanninum Emil þegar hann kom fyrst inn á búlluna White Star á Laugarvegi árið 1920 eða eitthvað? Hvar er hægt að fá sér steik klukkan 01:00 á laugardagsnótt í Reykjavík í dag? Hver er…
-

Gott kaffi
Eftir langa og erfiða svipugöngu okkar, stjórnenda Váfuglsins (þið munið, gömlu vinir eyrna ykkar), kemur hér einn rjúkandi ný(lega) uppáheltur þáttur sem er alls ekki búinn að standa á hellunni og fá að sjóða aðeins. Þema þáttarins er, eins og má mögulega merkja af myndmáli þessa texta, kaffi. Yndislega baunasullið sem við elskum öll og…
-

Rækjusalat
Váfuglinn hefur sig til flugs að nýju, með nýtt season af fuglinum góða. Í þessum fyrsta þætti fær rækjusalat og mæjónes að sitja í framsætinu og stjórna okkur eins og leiðtogi sértrúarsafnaðar. Mæjónes hefur fylgt þjóðinni frá því löngu fyrir sjálfstæði – þaðan skreið það eins og löðrandi feitur jökull sem ruddist í gegnum stormasaga…
-

Ár svínsins
Eftir að hafa legið í leyni og beðið nýs árs hefur Váfuglinn sig aftur á flug og er tilefnið koma árs svínsins. Bílaleigur, vídeóleigur og jafnvel kjólaleigur er allt mjög góður business en eins og kemur fram í exposé rannsóknardeildar þáttarins er þarna ákveðin hula sem hægt er að svipta. Framundan er svo stærsta partí…
-

2018 Jóla special
Það er hátíðarstund í þessum jólaspecial Váfuglsins. Jólin renna í garð á vel smurðum vagni sem enginn fær stoppað sama hversu mikið er reynt. Þessu fagna Váfuglsmenn enda lítið annað hægt að gera í stöðunni annað en að beygja sig niður og þrífa stígvél jóla-yfirboðaranna með tungunni og þakka bara fyrir 1.500 króna Bluetooth hátalarann.…
-

Grikkir & Gott
Váfuglinn vaknar upp úr allsherjarþynnku Hrekkjavökuhátíðarinnar og sendir frá sér spánnýjan og spúkí þátt. Arnaldur, Stefán og Lárus, nýr tæknimaður Váfuglsins, herja miskunnarlaust á samtímann eins og draugar fortíðar. Airwaves hátíðin er sett í samhengi við hreyfiorku sögunnar hvers tannhjól mylja allt á endanum, sérstaklega þá öll áform um anga hátíðarinnar á Akureyri. Eins og…
-

Leirmaður/Leikmaður feat. Emmsjé Gauti
Rapparinn og Siggi Hallinn, Emmsjé Gauti, mætti í heimsókn í Váfugls-stúdíóið til að tala um styttuna Leirfinn, einbýlishúsavegginn í Breiðholti og nasistahamborgara. Sömuleiðis er farið í saumana á því hvernig er best að heilsa óljósu fólki út á götu. Mögulega skemmtilegasti Váfugl ársins. Í seinni hluta þáttarins gerum við tilraunir með minimal elektró-undirspil fyrir ljúfari…
-

Sítrónuuppgjörið
Váfuglinn snýr aftur úr lamandi sumarfríi. Arnaldur og Stefán hafa báðir ferðast út fyrir landsteinana og gera grein fyrir menningunni sem þeir fundu á ferðum sínum. Alþjóðlegur áhugi á veðurfyrirbrigðinu sem við köllum rigningu verður skoðaður sérstaklega og hvernig sá sami áhugi hefur frelsað margan manninn frá erfiðum félagslegum aðstæðum. Við ræðum þrúgandi guðsótta færeyskra…
-

Gott kakó
Váfugl dagsins er óhræddur við að taka á stóru málunum bæði heima fyrir og úti í hinum stóra heimi. Við kynnum okkur úrlausn erfiðra deilumála með aðstoð sýnishorna úr bíómyndum og förum svo rakleiðis í Kaupfélagið á Sauðárkróki. Um leið og vorið heldur loks innreið sína í Vaglaskóg fyrir norðan, skoðum við stöðuna í menningarmálum…

