rss icon RSS Feed   apple podcasts icon Apple Podcasts  spotify icon Spotify   soundcloud icon Soundcloud   youtube icon YouTube


Results for 2020-12

2020 Jólaspecial

Eins og hefðin býður þá er hátíðarstund í þessum jólaspecial Váfuglsins./p>

Enn á ný renna jól í garð og Váfuglinn tekur stöðuna. Við veltum fyrir okkur jólahefðum - hvað þarf til að skapa þær og hvernig þær eru rofnar.

Við veltum fyrir okkur hvernig jólahlutir vinna sér inn forskeytið "jóla-" og hvað er yfir höfuð jólalegt.

Að lokum skoðum við jólagjafir ársins í spennandi yfirferð sem enginn má missa af.

Íslenskir draumórar

Í þessum þætti lítur Váfuglinn nánar á draumóra sem blundað hafa meðal íslensku þjóðarinnar, og birtingarmynd þeirra í íslenskri poppmenningu. Um hvað dreymir Ísland á daginn? Heimsfrægð? Sæti í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna? Geimverur á Snæfellsnesi? Líklega allt þetta og fleira.

Fuglinn fær til sín góðan gest að þessu sinni, hann Ara Eldjárn! Hlustendur gætu kannast við Ara, en hann er heimsfrægur grínmaður og svo er hann líka mjög fróður um íslenska poppmenningu.

Fylgist með Ara og Váfuglunum yfirbjóða hvor aðra í gestalátum og vitleysisgangi!