rss icon RSS Feed   apple podcasts icon Apple Podcasts  spotify icon Spotify   soundcloud icon Soundcloud   youtube icon YouTube


Results for 2019-09

Gott kaffi

Eftir langa og erfiða svipugöngu okkar, stjórnenda Váfuglsins (þið munið, gömlu vinir eyrna ykkar), kemur hér einn rjúkandi ný(lega) uppáheltur þáttur sem er alls ekki búinn að standa á hellunni og fá að sjóða aðeins. Þema þáttarins er, eins og má mögulega merkja af myndmáli þessa texta, kaffi. Yndislega baunasullið sem við elskum öll og dáum. Einn af fáum drykkjum sem persónuleiki fólks snýst um - þvílíkur máttur! Hlustið á þennan sjóðandi uppáhelling fyrir smá vísbendingu um mátt kaffis.