rss icon RSS Feed   apple podcasts icon Apple Podcasts  spotify icon Spotify   soundcloud icon Soundcloud   youtube icon YouTube


Results for 2019

Djamm í kvöld

Það er djamm. Váfuglinn flýgur á djammið í Reykjavík og tekur út stemminguna á skemmtanalífi Íslendinga fyrr og nú. Hvernig leið sveitamanninum Emil þegar hann kom fyrst inn á búlluna White Star á Laugarvegi árið 1920 eða eitthvað? Hvar er hægt að fá sér steik klukkan 01:00 á laugardagsnótt í Reykjavík í dag? Hver er maður með mönnum nema að hann kaupi sér flöskuborð á Gullöldinni í Grafarvogi?

Lærið allt um íslenskt djamm í Váfugli dagsins.

Gott kaffi

Eftir langa og erfiða svipugöngu okkar, stjórnenda Váfuglsins (þið munið, gömlu vinir eyrna ykkar), kemur hér einn rjúkandi ný(lega) uppáheltur þáttur sem er alls ekki búinn að standa á hellunni og fá að sjóða aðeins. Þema þáttarins er, eins og má mögulega merkja af myndmáli þessa texta, kaffi. Yndislega baunasullið sem við elskum öll og dáum. Einn af fáum drykkjum sem persónuleiki fólks snýst um - þvílíkur máttur! Hlustið á þennan sjóðandi uppáhelling fyrir smá vísbendingu um mátt kaffis.

Rækjusalat

Váfuglinn hefur sig til flugs að nýju, með nýtt season af fuglinum góða. Í þessum fyrsta þætti fær rækjusalat og mæjónes að sitja í framsætinu og stjórna okkur eins og leiðtogi sértrúarsafnaðar.

Mæjónes hefur fylgt þjóðinni frá því löngu fyrir sjálfstæði - þaðan skreið það eins og löðrandi feitur jökull sem ruddist í gegnum stormasaga sögu þjóðarinnar á tuttugustu öldinni og alveg inn í þá tuttugustu og fyrstu. Á þessum tíma hefur þessi einfalda sósa dansað fram og til baka í stéttarvitund íslendinga: í fyrstu var hún aðeins á borðum þeirra allra ríkustu og veitti dásemdar kræsingum sinn hlaupkennda hjúp, svo var hún orðin fastur liður í öllum helsta skyndibita vor áður en hún gekk í endurnýjun lífdaga með innkomu hipstersins í íslenska menningu.

Vol. 25 - Ár svínsins

Eftir að hafa legið í leyni og beðið nýs árs hefur Váfuglinn sig aftur á flug og er tilefnið koma árs svínsins. Bílaleigur, vídeóleigur og jafnvel kjólaleigur er allt mjög góður business en eins og kemur fram í exposé rannsóknardeildar þáttarins er þarna ákveðin hula sem hægt er að svipta.

Framundan er svo stærsta partí ársins - þriggja daga veisla þar sem öll skilningarvit eru örvuð. Við erum auðvitað að tala um hina heilögu íslensku þrenningu: bakarísdaginn, hrossakjötsdaginn og akureyringadaginn.