rss icon RSS Feed   apple podcasts icon Apple Podcasts  spotify icon Spotify   soundcloud icon Soundcloud   youtube icon YouTube


Vol. 23 – Leirmaður / Leikmaður

Rapparinn og Siggi Hallinn, Emmsjé Gauti, mætti í heimsókn í Váfugls-stúdíóið til að tala um styttuna Leirfinn, einbýlishúsavegginn í Breiðholti og nasistahamborgara. Sömuleiðis er farið í saumana á því hvernig er best að heilsa óljósu fólki út á götu. Mögulega skemmtilegasti Váfugl ársins.

Í seinni hluta þáttarins gerum við tilraunir með minimal elektró-undirspil fyrir ljúfari hlustunarupplifun. Einhverskonar smellir fara þá að heyrast í upptökunni. Eru þetta tæknilegir örðugleikar? Eða eru þetta mögulega bara rimlarnir á stunna shadesunum okkar að rekast í hljóðnemann? Smellið ykkur á nýjan Váfugl.