rss icon RSS Feed   apple podcasts icon Apple Podcasts  spotify icon Spotify   soundcloud icon Soundcloud   youtube icon YouTube


Results for 2018-06

Vol 20. – Börnin í Blesugróf

Það vita margir að hið vanskapaða hross Sleipnir steig niður einum af ónáttúrulega mörgum hófum sínum austur á Ásbyrgi. Þar bjó hann til klettavegg sem fólk elskar að tjalda við hliðina á. Það sem færri vita er að annar hryllilegur angi neðan úr þessu "hrossi" kom niður í hjarta Reykjavíkur og skapaði Skeifuna - þaðan kemur nafnið. Í dag er Skeifan merkileg verslunargata, menningarmiðstöð og ráðgáta.

En það eru fleiri ráðgátur sem verða á vegi Váfuglsins í þetta sinn. Hvar er „hið raunverulega Ísland“ að finna? Hver býr raunverulega í uppsveitum Skagafjarðar og hvað gerir fólk þar? Hvað varð um Guðmund eftir að hann kom við í hverfissjoppunni sinni í síðasta sinn?

Við opnum hjólageymsluna eftir þungbæran vetur og rúllum Gísla Marteini út. Hann fær að flakka alla leið í Blesugróf þar sem hann skröltir um og segir okkur sögu þessa alræmda hverfis. Það er líka rækjusamloka, pube í b0rger og margt, margt fleira.