rss icon RSS Feed   apple podcasts icon Apple Podcasts  spotify icon Spotify   soundcloud icon Soundcloud   youtube icon YouTube


Results for 2018-05

Vol 19. - Söngur mjaldranna

Nú er þessi dásamlegi tími ársins þegar við göngum öll í einfaldri röð að svignandi hlaðborði lýðræðisins eins og svangir gestir í fermingarveislu. Hvað er okkar rækjusalat? Hvert dýfum við lúkunum? Váfuglinn skoðar sviptingar í sveitarstjórnarmálum landsins. Við skoðum nokkrar (mis)neikvæðar breytingar á borgarlandslaginu og rifjum það upp þegar Arnmjaldur ætlaði að verða pool höstler.

Við tökum svo flugið beint norður og veltum fyrir okkur morbid áhuga norðanmanna á því að upplifa sveltandi bóndadurga murka lífið úr hvor öðrum með steinhnullungum í sýndarveruleika.

Já, þetta eru sannarlega ótrúlegir tímar sem við lifum á.

Afmælis Special - 1 ár af hamingju!

"Partýbúðin kynnir: Váfuglinn! Nú í beinni útsendingu frá Café Milanó, þar sem hjarta Skeifunnar slær!

Mörg erfið mál bera á góma í þetta sinn - ársafmæli Váfuglsins, sveitastjórnakosningar (úff) og Skeifan sjálf. Gæðið ykkur á ylvolgum takes frá Arnaldi og Stefáni!