rss icon RSS Feed   apple podcasts icon Apple Podcasts  spotify icon Spotify   soundcloud icon Soundcloud   youtube icon YouTube


Vol 18. - Karnival í mottumars

Váfuglinn í þetta sinn er helgaður vitundarvakningarátökum og fallegustu helgistund í lífi sérhvers manns, fermingunni. Við skoðum Mottumars og athugum hvort læknastéttin sé raunverulega eitthvað með puttana í þessu átaki.

Við förum yfir þá dægradvöl sem stendur Íslendingum til boða nú þegar tekur að vora en pössum okkkur samt rækilega á þessum hættulega "carnie" frá Bournmouth. Menn segja að hann sé flinkur með butterfly-kutann.

Að lokum fjöllum við um hina guðdómlegu íslensku fermingarveislu með öllum sínum rækjusalötum og aspasréttum. Er kannski kominn tími til að endurnýja heitin?