rss icon RSS Feed   apple podcasts icon Apple Podcasts  spotify icon Spotify   soundcloud icon Soundcloud   youtube icon YouTube


Results for 2018-01

Vol 15. - Tímamóta tal

Váfuglinn er að þessu sinni helgaður hátíðlegustu hátíð allra Íslendinga, Áramótum. Eftir að hafa afplánað nógu lengi í fjölskylduboði í einu af úthverfum borgarinnar er Váfuglinn loksins tilbúinn að keyra þetta djamm í gang.

Með kampavín í annarri, viskí í hinni og óþægilega stóran áramótavindil í munninum er árið 2017 gert upp á ógleymanlegan hátt. En Váfuglinn lifir ekki bara í fortíðinni heldur eru línurnar líka lagðar fyrir nýja árið.

Biblískur þáttur þar sem við brennum allt og svæfum borgina í svifryki.