rss icon RSS Feed   apple podcasts icon Apple Podcasts  spotify icon Spotify   soundcloud icon Soundcloud   youtube icon YouTube


2017 Jóla special

Jólapeysur! Jólahlaðborð! Jólaskór!

Jólin nálgast óðfluga! Stressið og vinur þess kvíðinn, hríslast um nú bein landsmanna. sem ráfa á milli verslana til að kaupa allt sem augun lenda á í meira en þrjár sekúndur. Allt er þetta í vanstilltri viðleitni til að finna hina einu sönnu gjöf til að færa manneskjunni sem á allt og vantar ekkert.

Að þessu tilefni slær Váfuglinn upp í allsherjar Jóla-special þar sem flestir þættir jólanna eru ræddir af mikilli innsýn tveggja reynslubolta. En aðallega er rætt um vinnuveitendur, af einhverri ástæðu.