rss icon RSS Feed   apple podcasts icon Apple Podcasts  spotify icon Spotify   soundcloud icon Soundcloud   youtube icon YouTube


2017 Kosninga special

Váfuglinn tætir í sig íslensk stjórnmál í aðdraganda komandi kosninga í þessum upplýsandi, gagnsæja kosninga special. Þetta eru hin einu sönnu samræðustjórnmál. Í þættinum verða allir flokkarnir skoðaðir, menn og málefni gerð upp - til þess að ÞÚ þurfir þess ekki.

Afhverju myndast Sigmundur Davíð svona illa? Viljum við ekki öll sjá Albaníu-Valda borða stolna hot-wings? Hversu eldfim er íslenska krónan?

Váfuglinn svarar öllum spurningum kjósenda um menn og málefni flokkanna sem bítast um völdin á Íslandi árið 2017.