rss icon RSS Feed   apple podcasts icon Apple Podcasts  spotify icon Spotify   soundcloud icon Soundcloud   youtube icon YouTube


Results for 2017-08

VOL. 11 - Migos og menning í Mathöllinni

Váfuglinn flaug í Höllina á tónleika með rappsveitinni Migos og tók út stemminguna. Hefðu þeir kannski heldur átt að spila í Mat(ar)höllinni á Hlemmi? Í ekkert-svo-fasta liðnum "Það er pube í b0rgerinn minn" var Mathöllin einmitt tekin fyrir miskunnar- og vægðarlaust.

Váfuglinn rýndi líka í vandræðaganginn í kringum síkáta sjómannsvegginn en þar verða líklega allir götulistamenn landins mættir samtímis að spreyja andlitismyndir af ráðherrum á eftirlaunum. Að lokum skelltu Váfuglarnir sér svo í sérlega skemmtilegt og hámenningarlegt beikonpartí á Menningarnótt og snéru Subway Hjólinu™

VOL. 10 - Útihátíð á sterum

Nú þegar 10. áratugurinn hefur verið vakinn til lífsins með tilheyrandi vandræðagangi og sveitaballarómantík reyna Arnaldur og Stefán að greina hvað fór úrskeiðis. Er áhrifavöldum um að kenna? Eða er áhrifafólk kannski bara leiksoppar í þessum ljóta leik? Váfuglinn miðar hátt og beinir sjóðandi kjarnaoddum í átt að steranotkun í heimi íþróttanna.

Ekki einu sinni einkavæddur agile-her gæti stöðvað þennan Váfugl.