rss icon RSS Feed   apple podcasts icon Apple Podcasts  spotify icon Spotify   soundcloud icon Soundcloud   youtube icon YouTube


Results for 2017-06

Vol. 07 - Sumarsólstöður á Hverfisgötu feat. Auður Ástráðsdóttir

Solstice hátíðin er gerð upp þessa vikuna, tími til kominn. Auður Ástráðsdóttir kíkti í heimsókn (á eigið heimili) og ræddi meðal annars náttúruhippa að kúka í kross, Dag B að dúndra í sig rjóma í Hel og hryssingslegan sunnudag í Laugardalnum. Rækjusamlokan er á dagskránni og þar er nautið Gabríel aðallega rætt (RIP Gabríel, our boy). Hverfisgatan er tekin fyrir í Gísla Marteini þáttarins þar sem eldgamla Berlínarhjólið hans Gísla kremur morfínsprautur á leið sinni niður þessa sjarmerandi götu eymdarinnar.

Vol. 06 - Kristal Poppin' feat. Júlía Hermannsdóttir

Váfuglinn er ekki einn á ferð í þetta sinn - í hljóðverið mætti Júlía Hermannsdóttir og ræddi við okkur um kassettusölu sína í fangelsum landsins, mýtuna um krúttsenuna og hvernig algóriþmar hafa gert henni lífið leitt. Stefán reyndi að lesa Viðskiptablaðið með misjöfnum árangri. Pop a bottle!

Vol. 05 - Sumargrill og vídjóveisla hjá tannlækninum

Er eðlilegt að horfa á vídjó með tannlækninum sínum? Myndirðu borða gamla mæjónessamloku?

Eftir nokkur skakkaföll, eins og springandi endajaxla og gjaldþrot ónefnds Váfugls eftir að hann reyndi að halda Shaggy tónleika í miðju góðæri, er hér kominn enn einn glóðvolgur og ilmandi Váfugl. Í þættinum er meðal annars rætt um hina þunnu línu á milli framburðar á orðunum "klán" og "klám", birtingarmynd fánalitanna í mæjónessalötum, veðrið og gulltennur.