rss icon RSS Feed   apple podcasts icon Apple Podcasts  spotify icon Spotify   soundcloud icon Soundcloud   youtube icon YouTube


Results for 2017-05

Vol. 04 - Grískt sumar á Skólavörðustíg

Gyros, Pizzur, Skólavörðustígur og NES Classic. Hvað eiga þessir hlutir sameiginlegt? Líklega fátt. Stefán ræðir um flóttamenn, ferðamál á Grikklandi og gyros. Staða pizzastaða á landinu er yfirfarin og Skólavörðustígurinn er krufinn til mergjar í nýjum föstum lið. Að lokum ræða Stefán og Arnaldur retro-nördisma og NES Classic.

Váfuglinn nú á iTunes!

vafuglinn-itunes

Það gleður okkur að tilkynna að Váfuglinn er nú auðfundinn á iTunes. Mjög þægilegt og fínt. Þú færð meira að segja að vita af öllum nýjum þáttum.

Fljúgðu nú bara yfir í podcast appið á símanum þínum, eða í iTunes á tölvunni þinni og smelltu á SUBSCRIBE takkann! Þú gerir fátt merkilegra í þessari viku.

Váfuglinn vol.3

Váfuglinn hefur sig til flugs á ný eftir stutt hlé. Haukfrán augu Váfuglsins beinast að öryggis- og hlífðarbúnaði barna, hátæknivæddum ávaxtasafa og geisladiskum. Afhverju hatar fólk geisladiska? Getur fólk gerst áskrifendur að sjálfsvirðingu? Kynntur er til leiks nýr liður þar sem eldhús bæjarins eru tekin föstum tökum og krufin til mergjar.