Váfuglinn beinir sjónum sínum að páskahátíðinni í þetta sinn og kemst meðal annars að því að páskarnir eru ekki hátíð ljóss og friðar (það eru víst jólin) og að á meðan við liggjum í sykurvímu eftir ómannlegt súkkulaðiát þá á sér stað mikil eymd á öðrum stöðum í heiminum. Váfuglinn fer síðan á eilítið hressari slóðir og ræðir Steven Seagal, en fljótlega nær myrkrið aftur völdum. Gleðilega páska!
Fyrsti þáttur Váfuglsins hefur raungerst í formi hljóðbylgja og er það mikið fagnaðarefni. Hér ræða þeir Arnaldur og Stefán meðal annars góð áhrif traumatizing kvikmyndareynslu á æsku sína, muninn á vonda og góða Sjoppumanninum™ og upprúllaðan ost á veitingastöðum þar sem gestum er gert að ganga inn um rennihurðir.