Results for 2019

Rækjusalat

Váfuglinn hefur sig til flugs að nýju, með nýtt season af fuglinum góða. Í þessum fyrsta þætti fær rækjusalat og mæjónes að sitja í framsætinu og stjórna okkur eins og leiðtogi sértrúarsafnaðar.

Mæjónes hefur fylgt þjóðinni frá því löngu fyrir sjálfstæði - þaðan skreið það eins og löðrandi feitur jökull sem ruddist í gegnum stormasaga sögu þjóðarinnar á tuttugustu öldinni og alveg inn í þá tuttugustu og fyrstu. Á þessum tíma hefur þessi einfalda sósa dansað fram og til baka í stéttarvitund íslendinga: í fyrstu var hún aðeins á borðum þeirra allra ríkustu og veitti dásemdar kræsingum sinn hlaupkennda hjúp, svo var hún orðin fastur liður í öllum helsta skyndibita vor áður en hún gekk í endurnýjun lífdaga með innkomu hipstersins í íslenska menningu.

Vol. 25 - Ár svínsins

Eftir að hafa legið í leyni og beðið nýs árs hefur Váfuglinn sig aftur á flug og er tilefnið koma árs svínsins. Bílaleigur, vídeóleigur og jafnvel kjólaleigur er allt mjög góður business en eins og kemur fram í exposé rannsóknardeildar þáttarins er þarna ákveðin hula sem hægt er að svipta.

Framundan er svo stærsta partí ársins - þriggja daga veisla þar sem öll skilningarvit eru örvuð. Við erum auðvitað að tala um hina heilögu íslensku þrenningu: bakarísdaginn, hrossakjötsdaginn og akureyringadaginn.